Lyfjameðferðir
Lyf til meðferðar við offitu eru tiltölulega nýtilkominn meðferðarmöguleiki. Upphaflega voru lyfin þróuð sem meðferð við sykursýki en svo kom fram í klínískum prófunum að lyfin ollu þyngdartapi til viðbótar við betri blóðsykurstjórnun. Á Íslandi í dag erum við helst að vinna með tvö lyf til meðferðar við offitu. Annað þeirra er lyfið Ozempic (semaglútíð) sem er í raun markaðsett sem lyf við sykursýki og fæst einungis afgreitt með niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum að því gefnu að sjúklingurinn sé með sykursýki og hafi þar að auki ekki þolað nægilega vel aðra meðferð við sykursýki (samkvæmt verklagsreglum um meðhöndlun á sykursýki týpu II).
Hitt lyfið sem er á íslenskum markaði er Saxenda (liraglútíð) sem er markaðsett beinlínis sem meðferð við offitu. Til þess að fá samþykkt lyfjaskírteini og þar með niðurgreiðslu á Saxenda þarf sjúklingurinn að vera með BMI > 35 kg/m2 og þar að auki staðfestan a.m.k. 1 fylgisjúkdóm offitu, á borð við sykursýki, of háan blóðþrýsting, blóðfituröskun o.s.frv.
Almennt þegar kemur að því að skrifa út þessi lyf skal miða við að sjúklingurinn glími við offitu (BMI < 30) eða sé í ofþyngd (BMI > 27) og glímir þar að auki við einn eða fleiri fylgikvilla offitu (sjá að ofan, sykursýki, háþrýstingur o.s.frv.) Í þeim tilfellum sem sjúklingur uppfyllir skilyrði fyrir meðferð en ekki niðurgreiðslu verður hann/hún sjálfur að standa straum af kostnaði við meðferðina.
Bæði Ozempic og Saxenda eru stungulyf, þ.e.a.s. þau eru gefin sem sprauta undir húð. Bæði lyfin eru gefin út í fyrirfram fylltum stungulyfspennum og nálar fylgja svo ýmist með eða þarf að kaupa sér.
Lyfjameðferð við offitu er eins og áður hefur komið fram nokkuð ný af nálinni en er að sýna ágætan árangur Lyfin eru þó að sjálfsögðu því háð að þau séu notuð á réttan hátt og rétt er að taka fram að lyfin valda engum viðvarandi og áframhaldandi áhrifum eftir að meðferð er hætt. Þess vegna leggjum við á Klíníkinni mikla áherslu á að sjúklingarnir okkar vinni að því að breyta lífstíl sínum og matarvenjum til betri vegar samhliða lyfjameðferðinni og erum tilbúin til að bjóða fram aðstoð okkar á þessari vegferð.
Að fara í aðgerð eða byrja að taka lyf við offitu er heilmikið mál og stór breyting fyrir einstaklinginn. Hér eru nokkrar algengar spurningar sem fólk spyr oft um:
Nei, oftast þyngjast einstaklingar aftur sem hætta á lyfjunum. Það er mikilvægt að átta sig á því að offita er langvinnur sjúkdómur og meðferðin er líka ævilöng.
Já, það er mjög mikilvægt að hugað að bæði næringu, hreyfingu og andlegri heilsu þegar þú ert á lyfjameðferð við offitu. Það styður við meðferðina og eykur líkur á að þú náir betri árangri og líðan.
Algengar aukaverkanir geta verið ógleði, niðurgangur, harðlífi, höfuðverkur, munnþurkur og svimi.
Árangur er breytilegur en rannsóknir hafa sýnt fram á að einstaklingar séu að meðaltali að léttast frá 5-10% af heildar þyngdinni. Jafnvel þó þú léttist einungis um 5% getur það hafti mikil áhrif á líðan og suma fylgisjúkdóma offitu.
Klíníkin hefur innan sinna raða sérfræðinga í fremstu röð á sviði lækninga auk þess að vera með fullkomnar skurðstofur og veita frammúrskarandi þjónustu við skjólstæðinga sína. Hjá okkur ertu alltaf í fyrsta sæti.
Skjólstæðingar og samstarfsfólk getur treyst á fagmennsku á öllum sviðum í Klíníkinni Ármúla.
Við sýnum skjólstæðingum og samstarfsfólki hlýleika í öllum okkar samskiptum.
Fyrsta viðtalið er við lækni. Mælt er með að mæta svo til eftirlits hjá hjúkrunarfræðingi/næringarfræðingi reglulega í amk. 6 – 12 mánuði eftir að byrjað er á lyfjagjöf.
Læknir fer yfir eftirfarandi þætti áður en ákveðið er hvort lyfjagjöf geti hentað þér.
Við gerum okkar besta til að svara öllum fyrirspurnum.
Klíníkin Ármúla er nútíma læknamiðstöð þar sem sérfræðingar vinna saman að bættri heilsu þinni. Markmið okkar er að vera leiðandi í þróun á öruggri hágæða læknisþjónustu.
Allur réttur áskilinn © 2023 Klínikin